Lækkaðu rekstrar- og orkukostnað án þess að það komi niður á starfseminni
Rafmagn
Rafmagn er undirstaða nútímalífs, án rafmagns er ekkert ljós, ekkert vatn og enginn ylur. Það sem er sérstakt við rafmagnsnotkun er að hún er að öllum jafnaði ósýnileg. Orkueftirlitskerfi okkar gera raforkunotkun sýnilega og þá sést hvort eitthvað af henni sé þannig sem ekki er ætlast til.
Heitt vatn
Heitt vatn er ótrúlegur fjársjóður og gerir mögulegt að halda hýbýlum hlýjum og notalegum allt árið um kring. Miðað við upphitun með rafmagni þá er upphitun með heitu vatni að jafnaði ódýr. Það sem oft er hulið er slök nýtni upphitunarkerfa sem auka verulega heitavatnsnotkun og hækka allan kostnað þannig að um munar. Orkueftirlitskerfi okkar leiða sannleikann fljótt í ljós.
Kalt vatn
Kalt vatn er þriðja meginauðlindin og það þarf að fara vel með það. Kalt vatn er mun ódýrara en heitt vatn og því er auðvelt að telja kostnað þess litlu skipta. En stundum er kalt vatn notað sem sírennsli eða að bilun í búnaði veldur sírennsli sem á endanum veldur umtalsverðum kostnaði. Orkueftirlitskerfi okkar fylgjast stöðugt með, sýna hver staðan er og gera kleift að reikna sparnað vegna lagfæringa.