GÓÐ FJÁRFESTING
Að nýta sér orkueftirlit er góð fjárfesting sem eykur sparnað og tryggir lágmarksorkunotkun.
Heildarlausn
Tekið er á allri orkunotkun byggingar, þ.e á heitu- og köldu vatni og á rafmagni. Við gerum úttekt á orkukerfum, gerum tillögu um eftirlit, setjum upp búnað og rekum. Við bjóðum upp á einstaklega góða upplýsingaþjónustu fyrir orkugögn, ráðgjöf um orkusparnað og aðstoðum við kostnaðargreiningu þannig að ljóst megi vera hvernig til tekst með orkureksturinn.
Sparnaður
Oft má minnka orkunotkun án þess að það komi á nokkurn hátt niður á starfsemi. Þess eru ótal dæmi að orkunotkun sé 20 – 50% meiri en þörf er á án þess að það sé augljóst þeim sem þar vinna. Óþarfa orkunotkun er sú orkunotkun sem ekki kemur að gagni. Það er algengara en margir halda að orka fari til spillis sem er bæði kostnaðarsamt og kallar auk þess á óþarfa viðhald.
Margra ára reynsla
Verkfræðistofan Vista rekur viðamikil eftirlitskerfi sem sækir mælingar í sjálfvirk mælikerfi á Íslandi og frá viðskiptavinum um allan heim. Sérfræðingar Vista veita ráðgjöf um mæli- og eftirlitskerfi og um hagnýta notkun þeirra. Tilgangurinn er alltaf sá sami: Lækkun rekstrar- og orkukostnaðar.
Trygging
Líta má á sjálfvirkt orkueftirlit sem tryggingu fyrir því að kostnaður við orkukaup hverju sinni sé ekki hærri en ástæða er til. Án slíks eftirlits er engin trygging fyrir því að uppgjörsreikningur í lok árs sé ekki verulega hærri en áætlað hafði verið. Sjálfvirkt eftirlit gerir mögulegt að sjá þegar orkunotkun fer út af sporinu og gerir umsjónarmönnum kleift að bregðast við og lagfæra það sem lagfæra þarf.